Erling Haaland þurfti að láta sauma þrjú spor í vörina eftir að hurð á liðsrútu Noregs skall framan í hann í gær.
Haaland greindi frá óhappinu á samfélagsmiðlinum Snapchat og gerði lítið úr atvikinu. Þá sagði hann meðal annars í gríni að Martin Ødegaard, liðsfélagi hans í Noregi og leikmaður Arsenal, bæri ábyrgð á slysinu.
Ødegaard sagði á blaðamannafundi Noregs í gær að hann hafi ekki séð atvikið, en heyrði að Haaland hafi fengið hurð í andlitið.
Haaland skoraði eina mark Noregs er liðið mætti Finnlandi í vináttuleik á fimmtudaginn. Noregur er með fullt hús stiga í riðli sínum í undankeppni HM eftir fjóra leiki og mætir Moldavíu í kvöld.
Bus door or Martin Ødegaard? ???????? pic.twitter.com/qFFvTsaNPP
— City Xtra (@City_Xtra) September 7, 2025
Athugasemdir