Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 22:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri
Mynd: EPA
Noregur valtaði yfir Moldóvu í undankeppni HM í kvöld en Erling Haaland skoraði fimm mörk.

Noregur var með 5-0 foyrstu í hálfleik og Haaland skoraði þrennu. Noregur hélt áfram að herja á vörn Moldóvu í seinni hálfleik og bætti við sex mörkum og Haaland skoraði tvö til viðbótar við sín þrjú í fyrri hálfleiknum. Moldóva náði að skora en Leo Ostigard skoraði sjálfsmark.

Noregur er á toppnum í II riðli með 15 stig eftir fimm umferðir. Ítalíai er í 2. sæti með 9 stig eftir fjórar umferðir, Ísrael er með 9 stig eftir fimm umferðir, Eistland með þrjú stig og Moldóva án stiga.

England er með fullt hús stiga, 15 stig, eftir fimm umferðir í K riðli eftir öruggan sigur á Serbíu. Albanía er í 2. sæti með 8 stig eftir sigur á Lettlandi. Serbía er með sjö stig, Lettland fjögur og Andorra án stiga.

Joao Cancelo tryggði Portúgal nauman sigur á Ungverjalandi í F riðli. Portúgal er með sex stig, Armenía, sem lagði Írland í dag, er með þrjú og Ungverjaland og Írland eru með eitt stig.

Austurríki lagði Bosníu í H riðli en Kýpur og Rúmenía skildu jöfn. Bosnía og Austurríki eru með 12 stig en Austurríki á leik til góða. Rúmenía er með sjö stig, Kýpur fjögur og San Marínó án stiga.

Noregur 11 - 1 Moldóva
1-0 Felix Horn Myhre ('6 )
2-0 Erling Haaland ('11 )
3-0 Erling Haaland ('36 )
4-0 Erling Haaland ('43 )
5-0 Martin Odegaard ('45 )
6-0 Erling Haaland ('52 )
7-0 Thelo Aasgaard ('67 )
7-1 Leo Ostigard ('74 , sjálfsmark)
8-1 Thelo Aasgaard ('76 )
9-1 Thelo Aasgaard ('79 , víti)
10-1 Erling Haaland ('83 )
11-1 Thelo Aasgaard ('90 )

Bosnía 1 - 2 Austurríki
0-1 Marcel Sabitzer ('49 )
1-1 Edin Dzeko ('50 )
1-2 Konrad Laimer ('65 )
Rautt spjald: Patrick Wimmer, Austria ('90)

Kýpur 2 - 2 Rúmanía
0-1 Denis Dragus ('2 )
0-2 Denis Dragus ('18 )
1-2 Loizos Loizou ('29 )
2-2 Charalampos Charalampous ('76 )

Albanía 1 - 0 Lettland
1-0 Kristjan Asllani ('25 , víti)

Serbía 0 - 5 England
0-1 Harry Kane ('33 )
0-2 Noni Madueke ('35 )
0-3 Ezri Konsa ('52 )
0-4 Marc Guehi ('75 )
0-5 Marcus Rashford ('90 , víti)
Rautt spjald: Nikola Milenkovic, Serbia ('72)

Ungverjaland 2 - 3 Portúgal
1-0 Barnabas Varga ('21 )
1-1 Bernardo Silva ('36 )
1-2 Cristiano Ronaldo ('58 , víti)
2-2 Barnabas Varga ('84 )
2-3 Joao Cancelo ('86 )
Athugasemdir
banner