Tveimur leikjum er lokið í undankeppni HM í dag. Lærisveinar Heimis í írska landsliðinu töpuðu og þá mættust Aserbaísjan og Úkraína í riðli okkar Íslendinga.
Írland heimsótti Armeníu en heimamenn voru með góð tök á leiknum. Armenía fékk góð tækifæri í fyrri hálfleik en það var ekki fyrr en í uppbótatíma að liðið fékk vítaspyrnu þegar Nathan Collins gerðist brotlegur.
Eduard Spertsyan steig á punktinn og kom boltanum framhjá Caomhin Kelleher og í netið.
Snemma í seinni hálfleik tókst Armenum að opna vörn Íra upp á gátt og Nair Tiknizyan átti fyrirgjöf á Grant-Leon Ranos sem skoraði örugglega.
Stuttu síðar náðu Írar að minnka muninn þegar Evan Ferguson átti gott skot í fjærhornið. Undir lok leiksins skoraði Artur Serobyan og virtist vera tryggja Armenum sigurinn en eftir skoðun í VAR var markið dæmt af vegna rangstöðu en það var mjög tæpt.
Það kom ekki að sök fyrir Armeníu því 2-1 urðu lokatölur. Armenía er komið með þrjú stig en Írland er með eitt. Ungverjaland og Portúgal mætast í sama riðli í kvöld.
Úkraína komst yfir gegn Aserbaísjan á heimavelli snemma í seinni hálfleik en Aserbaísjan náði í stig þar sem Emin Mahmudov jafnaði metin úr vítaspyrnu.
Aserbaísjan 1 - 1 Úkraína
0-1 Georgiy Sudakov ('51 )
1-1 Emin Mahmudov ('72 , víti)
Armenía 2 - 1 Írland
1-0 Eduard Spertsyan ('45 , víti)
2-0 Grant-Leon Ranos ('51 )
2-1 Evan Ferguson ('57 )
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 1 | +3 | 6 |
2. Ísland | 2 | 1 | 0 | 1 | 6 - 2 | +4 | 3 |
3. Úkraína | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 3 | -2 | 1 |
4. Aserbaísjan | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 6 | -5 | 1 |
Athugasemdir