
Samkvæmt franska íþróttablaðinu L'Equipe er franska goðsögnin Zinedine Zidane núna að undirbúa sig fyrir það að taka við franska landsliðinu.
Didier Deschamps, núverandi landsliðsþjálfari, hefur gefið það út að hann muni hætta eftir HM næsta sumar.
Didier Deschamps, núverandi landsliðsþjálfari, hefur gefið það út að hann muni hætta eftir HM næsta sumar.
Zidane hefur verið mikið orðaður við starfið og hann er að undirbúa sig fyrir að taka við því.
Hann veit til þess að nokkrir leikmenn í franska hópnum eru að gera ráð fyrir því að hann taki við starfinu.
Zidane hefur rætt við Laurent Blanc, fyrrum landsliðsþjálfara Frakklands, um reynslu sína af starfinu og hefur fylgst náið með liðinu að undanförnu.
Hann er farinn að undirbúa það hvernig hann ætlar að láta liðið spila og verður líklega með glósubókina uppi þegar Frakkar mæta Íslandi í undankeppni HM í kvöld.
Athugasemdir