Leikmaður Bournemouth orðaður við Liverpool - De Bruyne til Sádi - Fer Trent á frjálsri sölu?
   mið 09. október 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Breki til Empoli á reynslu
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
ÍA tilkynnti í dag að jón Breki Guðmundsson væri á leið til ítalska félagsins Empoli á reynslu. Empoli er í efstu deild Ítalíu.

Jón Breki er fæddur árið 2008 og kom til ÍA frá KFA í sumar. Hann á að baki 25 leiki með meistaraflokki KFA og lék með 2. flokki ÍA eftir komuna á Akranes í sumar.

Hann á að baki þrjá leiki með U17 landsliðinu og er einn fjögurra Skagamanna í hópum fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Einn af leikjunum þremur var einmitt á móti Ítalíu.

„Hann hefur komið af krafti inn í yngri flokkana hjá okkur og skoraði meðal annars í úrslitaleik á móti Breiðablik er ÍA varð bikarmeistari í 2. flokki," segir í tilkynningu ÍA.

Jóni Breka er líst sem kröftugum miðjumanni, vel spilandi og tæknilega góðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner