Erik Hamren er búinn að gera tvær breytingar á leikmannahópi A-landsliðs karla fyrir komandi leiki í undankeppni EM 2020.
Ísland spilar við Tyrkland og Moldóvu í landsleikjahlénu og mun þurfa að gera það án Rúnars Más Sigurjónssonar og Rúnars Alex Rúnarssonar sem eru að glíma við meiðsli.
Rúnar Már er mikilvægur hlekkur á miðjunni hjá Astana í Kasakstan. Hann er 29 ára og á 25 A-landsleiki að baki.
Markvörðurinn Rúnar Alex hefur verið í harðri byrjunarliðsbaráttu hjá Dijon í franska boltanum. Hann er 24 ára og á 5 leiki að baki í íslenska búrinu.
Ingvar Jónsson, markvörður Viborg í dönsku C-deildinni, hefur verið kallaður upp í hópinn í stað Rúnars Alex. Þá kemur varnarjaxlinn Hólmar Örn Eyjólfsson inn fyrir Rúnar Már. Hólmar Örn hefur verið að gera mjög góða hluti með Levski Sofia í Búlgaríu að undanförnu.
Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl 14. nóvember og Moldóvu í Chisinau 17. nóvember. Ísland þarf að vinna báða leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM í gegnum riðlakeppnina.
Athugasemdir