Varð fyrst kvenna frá Gana til að öðlast UEFA B þjálfararéttindi á dögunum
Ólsarinn Þorsteinn Haukur Harðarson segir frá fallegri sögu á samfélagsmiðlum í dag.
Sagan er af Samiru Suleman, fyrrum leikmanni Víkings Ólafsvíkur og núverandi leikmanni ÍA, sem hefur sýnt það hversu öflugur karakter hún er.
Sagan er af Samiru Suleman, fyrrum leikmanni Víkings Ólafsvíkur og núverandi leikmanni ÍA, sem hefur sýnt það hversu öflugur karakter hún er.
„Fyrir rúmlega fimm árum síðan, þegar ég var nýbyrjaður að starfa hjá Víkingi Ó., greindist Samira Suleman, einn besti leikmaður kvennaliðsins, með æxli á stærð við keilukúlu í maganum," skrifar Þorsteinn á Facebook.
„Við tók erfitt ferli hjá Samiru þar sem hún þurfti að fara í skurðaðgerð og lyfjameðferð í kjölfarið. Það var ótrúlega fallegt að sjá hvernig fótboltasamfélagið og samfélagið í Snæfellsbæ lögðust á eitt um að aðstoða Samiru í baráttunni. Á skömmum tíma tókst okkur að safna fyrir sjúkrakostnaði hennar en aldrei datt mér annað í hug en að knattspyrnuferli þessa frábæra leikmanns væri lokið."
Samira er hins vegar enn að raða inn mörkum og á dögunum varð hún fyrst kvenna frá Gana til að öðlast UEFA B þjálfararéttindi.
„Þvílíkur karakter!" skrifar Þorsteinn og er svo sannarlega hægt að taka undir það.
Samira skoraði eitt af mörkum sumarsins í íslenska boltanum í ár.
Takk 🙏🏾 https://t.co/HPKp0YvprC
— Samira Suleman (@Coach_Mira9) November 9, 2022
Athugasemdir