Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   lau 09. nóvember 2024 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Kannski á eitthvað annað lið skilið að vinna titilinn
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að liðið verði að bregðast við sem fyrst ef ekki á illa að fara á þessu tímabili, en liðið tapaði fjórða leik sínum í röð í öllum keppnum er það beið lægri hlut gegn Brighton, 2-1, í dag.

Það stefnir allt í að Man City verði fimm stigum á eftir toppliði Liverpool eftir þessa umferð.

Síðasti sigurleikur Englandsmeistarana kom í lok október en síðan þá hefur það tapað tveimur deildarleikju, einum í Meistaradeild Evrópu og datt þá úr leik í enska deildabikarnum.

„Við erum ekki færir um að spila 90 mínútur í augnablikinu. Við spiluðum góðan fyrri hálfleik og fengum augnablik í þeim síðari, en við töpuðum aftur og þurfum núna að hreinsa hugann. Það er að koma landsleikjahlé og vonandi koma leikmennirnir heilir úr því.“

„Við verðum að reyna að koma okkur aftur á sigurbraut. Við höfum ekki getað viðhaldið taktinum í síðari hálfleik og núna eru þetta fjögur töp í röð. Við verðum að breyta þessu og það sem fyrst.“

„Dagskráin verður erfið en það mun gerast þegar leikmennirnir koma aftur. Við höfum unnið deildina sex sinnum á síðustu sjö árum og kannski verðskuldar eitthvað annað lið að vinna hana núna. Sjáum hvað gerist í leik Liverpool og Aston Villa,“
sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner