Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   lau 09. desember 2023 15:15
Aksentije Milisic
Sjáðu markið: Solanke kom Bournemouth í forystu á Old Trafford
Mynd: Getty Images

Nú er í gangi leikur Manchester United og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni en gestirnir komust yfir snemma leiks.


Dominic Solanke skoraði þá strax á fimmtu mínútu með skoti af stuttu færi. Lewis Cook gerði mjög vel og nýtti sér sofanda hátt í vörn heimamanna og tók á sprettinn.

Hann átti fyrirgjöfina á Solanke sem stakk sér fram fyrir Harry Maguire og skoraði. Flott byrjun hjá gestunum sem hafa verið að spila vel að undanförnu.

United hefur aðeins ógnað en ekki átt nein dauðafæri til þessa.

Sjáðu markið hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner