Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   sun 10. janúar 2021 21:57
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Soler tryggði langþráðan sigur Valencia
Þrír leikir fóru fram í spænska boltanum í dag og í kvöld þar sem Valencia náði í afar mikilvægan sigur á útivelli gegn Real Valladolid.

Valencia hefur gengið afar illa á fyrri hluta tímabils og er þetta aðeins fjórði sigur liðsins eftir 18 umferðir í deildinni.

Valencia spilaði vel gegn Valladolid og skoraði Carlos Soler eina mark leiksins á 76. mínútu. Sigurinn var verðskuldaður en liðið er aðeins þremur stigum frá fallsvæðinu sem stendur.

Valladolid 0 - 1 Valencia
0-1 Carlos Soler ('76 )

Fyrr í dag vann Cadiz heimaleik gegn tíu leikmönnum Alaves og hafði Levante betur gegn Eibar.

Staðan var 1-1 hjá Cadiz og Alaves þegar gestirnir misstu Alberto Rodriguez að velli. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og skoruðu tvö mörk á næstu átján mínútum.

Eibar komst yfir gegn Levante en heimamenn sneru taflinu við og stóðu uppi sem sigurvegarar, 2-1.

Cadiz og Levante eru um miðja deild eftir sigrana, skammt fyrir ofan Alaves og Eibar.

Cadiz 3 - 1 Alaves
1-0 Alex ('15 )
1-1 Joselu ('23 , víti)
2-1 Anthony Lozano ('56 )
3-1 Alvaro Negredo ('68 )
Rautt spjald: Alberto Rodriguez, Alaves ('50)

Levante 2 - 1 Eibar
0-1 Takashi Inui ('51 )
1-1 Gonzalo Melero ('65 )
2-1 Jose Luis Morales ('76 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 9 8 0 1 20 9 +11 24
2 Barcelona 9 7 1 1 24 10 +14 22
3 Villarreal 9 5 2 2 16 10 +6 17
4 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
5 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
6 Espanyol 9 4 3 2 13 11 +2 15
7 Elche 9 3 5 1 11 9 +2 14
8 Athletic 9 4 2 3 9 9 0 14
9 Sevilla 9 4 1 4 16 14 +2 13
10 Alaves 9 3 3 3 9 8 +1 12
11 Vallecano 9 3 2 4 11 10 +1 11
12 Getafe 9 3 2 4 9 12 -3 11
13 Osasuna 9 3 1 5 7 9 -2 10
14 Valencia 9 2 3 4 10 14 -4 9
15 Levante 9 2 2 5 13 17 -4 8
16 Mallorca 9 2 2 5 10 14 -4 8
17 Celta 9 0 7 2 8 11 -3 7
18 Real Sociedad 9 1 3 5 8 13 -5 6
19 Girona 9 1 3 5 6 19 -13 6
20 Oviedo 9 2 0 7 4 16 -12 6
Athugasemdir
banner