Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Aston Villa kom til baka og sigraði West Ham
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Aston Villa 2 - 1 West Ham
0-1 Lucas Paqueta ('9)
1-1 Amadou Onana ('71)
2-1 Morgan Rogers ('76)

Aston Villa tók á móti West Ham United í enska FA bikarnum í kvöld og tóku gestirnir frá London forystuna snemma leiks, þegar Lucas Paquetá skoraði eftir vel útfærða skyndisókn.

Hamrarnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þar sem heimamenn í liði Aston Villa náðu ekki að skapa sér færi. Þeir héldu boltanum vel en áttu ekki eina marktilraun. Niclas Füllkrug og Ross Barkley meiddust báðir í fyrri hálfleik og var þeim skipt af velli fyrir Danny Ings og Amadou Onana.

Hlutirnir snerust við eftir leikhlé þar sem Unai Emery hefur haldið alvarlega ræðu til að kveikja í sínum mönnum, á meðan Graham Potter skipti kantmanninum Crysencio Summerville af velli fyrir bakvörðinn Vladimir Coufal í tilraun til að þétta raðirnar.

Aston Villa skapaði sér mikið af góðum færum eftir leikhléð og skoraði Onana jöfnunarmarkið á 71. mínútu, eftir mikinn atgang í vítateig West Ham í kjölfar hornspyrnu.

Fimm mínútum síðar tók Morgan Rogers, sem kom einnig inn af bekknum, forystuna með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Ollie Watkins.

Hamrarnir reyndu að finna jöfnunarmark á lokakafla leiksins en tókst ekki að skapa mikla hættu, svo lokatölur urðu 2-1 fyrir Aston Villa sem slær West Ham úr bikarnum.

Wycombe Wanderers lögðu þá Portsmouth að velli er liðin mættust í bikarnum. Heimamenn unnu 2-0.

Wycombe er í toppbaráttu League One deildarinnar á meðan Portsmouth er í fallbaráttu í Championship og því á ekki að vera mikill gæðamunur á liðunum.

Wycombe Wanderers 2 - 0 Portsmouth
1-0 Brandon Hanlan ('17 )
2-0 Sonny Bradley ('27 )
Athugasemdir
banner
banner