Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 23:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Mikael Egill: Ég er mjög stoltur af því hvar ég er í dag
Mikael hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá liði í einni sterkustu deild heims í vetur.
Mikael hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá liði í einni sterkustu deild heims í vetur.
Mynd: EPA
Arsenal goðsögnin Vieira er stjóri Genoa, tók við liðinu í vetur.
Arsenal goðsögnin Vieira er stjóri Genoa, tók við liðinu í vetur.
Mynd: EPA
Mikael lék sína fyrstu leiki í Serie A tímabilið 2022/23 þegar hann var hjá Spezia.
Mikael lék sína fyrstu leiki í Serie A tímabilið 2022/23 þegar hann var hjá Spezia.
Mynd: Getty Images
'Þetta tímabil hefur verið erfitt, við erum oft inn í leikjunum en klúðrum svo á lokametrunum að sigla heim stigi eða stigum'
'Þetta tímabil hefur verið erfitt, við erum oft inn í leikjunum en klúðrum svo á lokametrunum að sigla heim stigi eða stigum'
Mynd: Getty Images
Bjarki Steinn hefur verið á mála hjá Venezia síðan haustið 2020.
Bjarki Steinn hefur verið á mála hjá Venezia síðan haustið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mjög góður og á mikið inni'
'Mjög góður og á mikið inni'
Mynd: Triestina
Mikael Egill á að baki 19 A-landsleiki.
Mikael Egill á að baki 19 A-landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson var í lok janúar keyptur til Genoa á Ítalíu frá Venezia en hann mun klára yfirstandandi tímabil með Feneyingum. Mikael er Framari sem fæddur er árið 2002. Hann fór til Ítalíu frá Fram árið 2018 og hefur verið þar síðan.

Hann fór fyrst til SPAL en hefur einnig verið á mála hjá Spezia. Hann er í dag byrjunarliðsmaður hjá Venezia sem er í efstu deild Ítalíu og Genoa er sömuleiðis í efstu deild. Hann lék fyrst í efstu deild tímabilið 2022-23 með Spezia, hjálpaði svo Venezia að fara upp úr B-deildinni síðasta vor og hefur í vetur komið við sögu í 23 af 24 leikjum með Venezia í vetur og hefur byrjað 18 af þeim. Mikael hefur skorað tvö mörk og lagt upp eitt.

Venezia spilar með þrjá miðverði og hefur Mikael mest verið í því að spila öðru hvoru megin sem vængbakvörður. Hann er í grunninn örvfættur miðjumaður.

Mikael hefur síðan haustið 2021 verið í kringum A-landsliðið. Hann á að baki 19 landsleiki og í þeim hefur hann skorað eitt mark. Hann ræddi við Fótbolta.net um félagaskiptin til Genoa, Venezia og ýmislegt annað.

Spennandi pælingar hjá Vieira og Genoa
Geturu farið aðeins yfir aðdragandann að kaupunum hjá Genoa?

„Ég var búinn að vera lengi að vinna í því að endurnýja samninginn við Venezia og svo loksins náðist lending i því rétt fyrir gluggann, við vissum svo sem að það væru nokkur félög mjög áhugasöm en fókusinn var samt bara að halda áfram að berjast fyrir Venezia og reyna halda okkur í deildinni og taka svo stöðuna í sumar. Svo kemur þetta upp með Genoa og eftir samtal við bæði Patrick Vieira og Sporting Directorinn þar þá eru þeir með spennandi pælingar sem ég varð bara mjög spenntur fyrir. Þar að auki fæ ég að klára tímabilið hérna hjá Venezia em er mér mjög mikilvægt því við settum mikla vinnu og þrek að komast í Seria A og mig langar að skilja við klúbbinn þar."

Spennandi framtíðarplön
Hvernig líður þér með það að fara til Genoa eftir tímabilið?

„Bara mjög vel, eins og ég sagði áðan þá eru þeir á góðu skriði eftir að Vieira tók við og þeir eru með spennandi framtíðarplön."

Einbeitingin fer á núið
Nærðu alveg að ýta framtíðinni til hliðar núna á meðan þið í Venezia eruð í hörku fallbaráttu?

„Já, eina framtíðin er bara að verða betri leikmaður og þá þarf maður að fókusa á að gera betur og það skiptir engu í hvaða liði maður er eða hver á mann, ég geri bara mína vinnu og hún er ennþá hjá Venezia meðan ég klæðist þeirra búningi."

Hefur trú á að liðið haldi sér uppi
Hvernig hefur þetta tímabil verið, ertu sáttur við þitt hlutverk og mun Venezia ná að halda sér uppi?

„Þetta tímabil hefur verið erfitt, við erum oft inn í leikjunum en klúðrum svo á lokametrunum að sigla heim stigi eða stigum en deildin er þétt og tvö til þrjú úrslit geta breytt miklu þannig já, við getum alveg náð því og eins og ég sagði áðan þá vill ég auðvitað skilja við klúbbinn í Seria A. Hvað varðar mitt hlutverk þá er ég alveg þokkalega sáttur við það en var að spila svolítið margar stöður á tímabili en mínútur er það sem skiptir máli."

Eins og Mikael nefnir þá er Venezia oft inn í leikjunum. Í gær tapaði liðið naumlega á heimavelli gegn Roma þar sem sigurmark gestanna kom úr vítaspyrnu.

Hvar á að nota hann?
Hvar á vellinum finnur þú þig best?

„Úff, hef fengið þessa spurningu svo oft, er búinn að vera spila mikið vængbakvörð núna og er að þróa minn leik þar meira og meira með hverjum leik en myndi segja að mín uppáhaldsstaða sé á miðjunni í svona box to box fíling."

Alltaf haldið í trúna
Hvernig líður þér með þann stað sem þú ert á ferlinum í dag?

„Ég er mjög stoltur af því hvar ég er í dag, ég hugsaði kannski ekkert mikið úti það þegar ég kom út fyrst en þegar ég eldist þá fór maður að hugsa meira um þetta og setja sér markmið og dreyma um þetta. Ég hef alltaf haldið í trúna að komast á þann stað sem ég er á í dag og. Það er ekkert létt að fara út 16 ára og þetta var mikið erfiðara en maður hélt og gekk smá brösuglega í byrjun þegar ég kom út en maður harkaði það af sér út af því ég hafði trú á sjálfum mér."

Tengir vel við Bjarka Stein sem hefur tekið miklum framförum
Hvernig er að hafa Bjarka Stein þarna með sér? Auðveldar það lífið?

„Það er búið að frábært að hafa hann með mér hérna og það hefur auðveldað mikið, förum oft út að borða svo erum við mikið í golfi þannig við tengjum mjög vel saman."

Gaman að sjá hans þróun síðasta vor og er svo að koma aftur inn í þetta núna?

„Já, það var gaman að sjá hvað hann tók miklum framförum á síðasta ári og á hann það alveg skilið, hefur unnið fyrir því Það er búið að vera smá erfitt hjá honum fyrri hluta þessa tímabils með leiðinleg meiðsli en hann er að koma meira inn í hlutina núna."

Flott tækifæri fyrir stóra litla bróður
Bróðir þinn, Markús Páll, mættur í Triestina, hvað finnst þér um það og eruð þið líkir leikmenn?

„Hann er mjög góður og á líka mikið inni, því miður mín vegna þá hefur hann stækkað mikið og þegar hann hefur bætt aðeins á sig vöðvum sem gerist fljótt í svona aðstæðum þá getur hann náð langt en við erum frekar ólíkir. Ég myndi segja að ég væri með meiri sprengjukraft og nýti mér hraðann og kraftinn meðan hann er mjög skreflangur og hefur flottan leikskilning."

„Þetta er flott tækifæri fyrir hann. Það verður gaman að sjá hann bæta sig og ekki verra að það er c.a. einn og hálfur tími á milli okkar núna næstu mánuði allavega,"
segir Mikael sem hefur færst úr því að vera stóri bróðir í að vera eldri bróðir.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 24 17 4 3 39 17 +22 55
2 Inter 24 16 6 2 58 23 +35 54
3 Atalanta 24 15 5 4 54 26 +28 50
4 Lazio 24 14 3 7 45 32 +13 45
5 Juventus 24 10 13 1 41 21 +20 43
6 Fiorentina 24 12 6 6 41 25 +16 42
7 Milan 23 10 8 5 35 24 +11 38
8 Bologna 23 9 11 3 35 27 +8 38
9 Roma 24 9 7 8 35 29 +6 34
10 Udinese 24 8 6 10 29 37 -8 30
11 Torino 24 6 10 8 25 28 -3 28
12 Genoa 24 6 9 9 22 33 -11 27
13 Cagliari 24 6 6 12 26 39 -13 24
14 Lecce 24 6 6 12 18 41 -23 24
15 Verona 24 7 2 15 26 53 -27 23
16 Como 24 5 7 12 28 40 -12 22
17 Empoli 24 4 9 11 22 35 -13 21
18 Parma 24 4 8 12 30 44 -14 20
19 Venezia 24 3 7 14 22 39 -17 16
20 Monza 24 2 7 15 21 39 -18 13
Athugasemdir
banner
banner
banner