Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Sextán ára leikmaður valinn fyrir leikina gegn Íslandi
Icelandair
Lirjon Abdullahu verður sautján ára í apríl.
Lirjon Abdullahu verður sautján ára í apríl.
Mynd: Fótboltasamband Kósovó
Fótboltasamband Kósovó hefur tilkynnt að hinn sextán ára gamli Lirjon Abdullahu verði í landsliðshópnum sem mætir Íslandi síðar í þessum mánuði.

Kósovó og Ísland mætast í tveggja leikja einvígi um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn verður í Kósovó þann 20. mars og sá seinni, skráður heimaleikur Íslands, verður 23. mars í Murcia á Spáni.

Abdullahu er vinstri kantmaður sem þykir mikið efni, er fæddur í Þýskalandi en hefur leikið fyrir U17 landslið Kósovó. Hann spilar fyrir unglingalið Stuttgarter Kickers en hefur ekki spilað fyrir aðalliðið.

Þjóðverjinn Franco Foda er landsliðsþjálfari Kósovó en hann er fyrrum landsliðsþjálfari Austurríkis. Hann var hæstánægður með Abdullahu þegar táningurinn æfði með landsliði Kósovó í æfingabúðum í janúar.

Kósovó eitt yngsta landslið í heimi, eftir að þjóðin fékk sjálfstæði, og lék sinn fyrsta opinbera leik árið 2014.

Fjölmiðlar í landinu segja að fleiri áhugaverðir leikmenn verði í hópnum. Miðjumaðurinn Bledian Krasniqi sem spilar fyrir Zürich í Sviss sé valinn. Hann er 23 ára og hefur spilað fyrir öll yngri landslið Sviss. Einnig verði í hópnum Vesel Demaku, 25 ára miðjumaður sem hefur spilað fyrir öll yngri landslið Austurríkis. Hvorugur þeirra á landsleik fyrir Kósovó.


Athugasemdir
banner
banner
banner