PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
banner
   mán 10. maí 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maguire af velli í fyrsta sinn - Nokkrir dagar eða vikur
Mynd: EPA
Fyrirliðanum Harry Maguire var skipt af vell í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni á sínum ferli sem leikmaður Manchester United. Maguire gekk í raðir United árið 2019 frá Leicester og var leikurinn í gær leikur númer 72 frá komu Maguire.

Maguire hafði spilað allar mínúturnar í úrvalsdeildinni frá komu sinni en þurfti að fara af velli vegna ökklameiðsla í seinni hálfleik.

„Þetta gætu verið nokkrir dagar eða nokkrar vikur," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, eftir leik í gær. Solskjær staðfesti að Maguire yrði ekki með á morgun gegn Leicester. „El Ghazi lenti á Maguire og hann sneri á sér ökklann. Hann fer í myndatöku á morgun (í dag)"

United vann 1-3 endurkomusigur gegn Aston Villa í gær og sá til þess að Manchester City gat ekki fagnað titlinum strax. United mætir Leicester á morgun og svo Liverpool á fimmtudag í þéttri leikjatörn. Sigurinn í gær var tíundi endurkomusigur United á leiktíðinni.

Maguire jafnaði met 25 ára gamalt met Gary Pallister í síðasta leik þegar hann kláraði 71. leikinn í röð. Það merkilega við met Pallister er að hann lenti líka í því að klára ekki sinn 72. leik á Villa Park.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir