fös 10. júlí 2020 18:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skoski framherjinn á bekknum hjá 2. flokki Gróttu
Kieran er á bekknum hjá 2. flokki.
Kieran er á bekknum hjá 2. flokki.
Mynd: Grótta
Grótta fékk Kieran McGrath í sínar raðir á lokadegi félagaskiptagluggans fyrir tæpum tveimur vikum. Grótta ákvað að skipa framherjann í sóttkví sem Kieran lauk fyrr í vikunni.

2. flokkur Gróttu/Kríu mætir Breiðablik/Augn/Smára í bikarkeppninni í 2. flokki í kvöld og er Kieran á varmannabekknum hjá Gróttu/Kríu. Leikurinn fer fram í Fífunni.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 og það er Hrafnkell Freyr Ágústsson sem vekur athygli á þessu. „Ég hitti hann í morgun í fyrsta skipti og ég vona að þið fáið að sjá hann líka eitthvað í sumar," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, um Kieran eftir 3-0 sigurinn á Fjölni á miðvikudag.

„2fl Gróttu með einn laumukall á bekknum í kvöld, beint úr sóttkví. Fínt test að byrja á 2fl Blika áður en maður fer í möxuna," skrifar Hrafnkell í færslu sinni.

Næsti leikur Gróttu í Pepsi Max-deildinni er á sunnudag gegn ÍA.


Gústi Gylfa: Við erum búnir að prófa eiginlega allt í þessu núna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner