Solanke var að klára læknisskoðun í dag hjá Tottenham og talið er að hann muni skrifa undir samning hjá Lundúnarliðinu í dag.
Bournemouth eru í framherjaleit en þeir hafa verið orðaðið mikið við Cameron Archer en hann gekk til liðs við Aston Villa í sumar.
Þeir horfa þá núna á Tammy Abraham sem gæti endað í Bournemouth. Daily Mirror greinir frá. Abraham meiddist á seinustu leiktíð í langan tíma og var frá í 10 mánuði.
Artem Dovbyk samdi við Roma á dögunum frá Girona og þá gæti spiltími Abraham minnkað talsvert. Abraham á tvö ár eftir af samningnum sínum hjá Roma og gæti þurft að taka vænlega launalækkun ef hann semur við Bournemouth.
Athugasemdir