Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
banner
   fös 10. september 2021 12:56
Elvar Geir Magnússon
Verður Ronaldo í byrjunarliðinu á morgun?
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, staðfesti á fréttamannafundi í dag að Cristiano Ronaldo muni spila sinn fyrsta leik eftir endurkomuna gegn Newcastle á morgun.

Solskjær gaf þó ekkert upp um það hvort portúgalska stórstjarnan verði í byrjunarliðinu.

„Allir eru hæstánægðir með að fá hann aftur. Það er tilhlökkun fyrir laugardeginum. Hann mun spila eitthvað í leiknum, það er klárt mál," segir Solskjær.

„Við vitum hvað hann hefur afrekað á ferli sínum og hann er mættur til að afreka meira. Einbeitingin í hópnum er orðin enn meiri, Cristiano og Raphael Varane eru mættir og þú felur þig ekki með sigurvegara eins og þá. Menn komast ekki upp með að leggja sig 95% fram á æfingum."

Eins og staðan er núna verður Manchester United án brasilíska miðjumannsins Fred. Hann er einn af þeim leikmönnum sem eru í banni eftir að hafa ekki fengið að ferðast í landsliðsverkefni.

„Þetta hefur verið algjör farsi og allir tapa á þessu. Það eru vonbrigði að þetta sé staðan. Heilbrigð skynsemi tíðkast ekki lengur. En ég krosslegg fingur, við erum búnir undir að spila án hans en vonandi fær hann að taka þátt," segir Solskjær.

Markvörðurinn Dean Henderson er búinn að jafna sig af áhrifum Covid-19, Alex Telles er enn á meiðslalistanum og Scott McTominay mun væntanlega ekki spila á morgun en hann gekkst undir aðgerð nýlega. Jadon Sancho fékk högg í landsliðsverkefni en er leikfær.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner