Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
   þri 10. september 2024 14:17
Innkastið
Heimavöllurinn leikið Aftureldingu grátt
Lengjudeildin
Afurelding á erfiðum heimavelli.
Afurelding á erfiðum heimavelli.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð Lengjudeildarinnar verður leikin á laugardag og Afturelding, sem er í baráttu um að komast í umspilið, á heimaleik við ÍR. Kannski blóta einhverjir stuðningsmenn Aftureldingar því að eiga heimaleik í lokin því Mosfellingar eru mun betri á útivöllum.

Afturelding er sem stendur í fimmta sæti Lengjudeildarinnar en lið sem enda í sætum 2-5 fara í umspil um að komast upp í Bestu deildina.

Af þeim 33 stigum sem Afturelding hefur fengið hafa 21 stig komið á útivöllum. Liðið er með langbesta útivallaárangur í deildinni. Hinsvegar hefur heimavöllurinn litlu skilað, aðeins 12 stigum.

Ef horft er til stigasöfnunar á heimavelli er Afturelding í ellefta sæti en aðeins botnlið Dalvíkur/Reynis, sem er fallið úr deildinni, er með færri stig á útivöllum.

Í Innkastinu voru hringborðsumræður um Lengjudeildina þar sem meðal annars var rætt um þennan óvenjulega slaka heimavallarárangur Mosfellinga.
Mynd: KSÍ


Lokaumferðin í Lengjudeild karla á laugardag
14:00 Leiknir R.-ÍBV (Domusnovavöllurinn)
14:00 Keflavík-Fjölnir (HS Orku völlurinn)
14:00 Afturelding-ÍR (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Grindavík-Njarðvík (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)
14:00 Dalvík/Reynir-Þróttur R. (Dalvíkurvöllur)
14:00 Grótta-Þór (Vivaldivöllurinn)
Innkastið - Landsliðið og Lengjudeildin
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner