Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 10. september 2024 20:46
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Kane með tvennu í hundraðasta landsleiknum - Annað tap hjá Írum
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Harry Kane var á sínum stað í byrjunarliði Englands í kvöld og skoraði tvennu í sigri gegn Finnlandi. Þetta var hans hundraðasti landsleikur fyrir England.

Leikurinn fór fram á Wembley og var staðan markalaus eftir nokkuð tíðindalítinn fyrri hálfleik, þar sem Englendingar voru þó talsvert sterkari aðilinn.

Í síðari hálfleik sköpuðu heimamenn mikið af færum og skoraði Kane bæði mörkin í 2-0 sigri. England er því komið með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í B-deild Þjóðadeildarinnar og deila Englendingar toppsæti riðilsins með Grikklandi, eftir sigra gegn Írum og Finnum.

Grikkir lögðu Íra að velli í Dublin í dag með tveggja marka mun. Þetta var annar leikur Heimis Hallgrímssonar við stjórnvölinn og annað tapið í röð hjá írska liðinu.

Grikkir höfðu betur í bragðdaufum leik og þurfa lærisveinar Heimis að gera mun betur í næstu landsliðsverkefnum.

Í A-deild voru tveir jafnteflisleikir spilaðir. Holland og Þýskaland mættust í spennandi nágrannaslag þar sem Hollendingar tóku forystuna snemma leiks með marki frá Tijjani Reijnders eftir stoðsendingu frá Ryan Gravenberch.

Deniz Undav var í byrjunarliði Þjóðverja og skoraði hann og lagði upp fyrir leikhlé til að snúa stöðunni við. Undav skoraði eftir góðan undirbúning frá Florian Wirtz og lagði svo upp fyrir Joshua Kimmich.

Leikurinn var jafn og spennandi þar sem liðin skiptust á að eiga góða kafla. Denzel Dumfries jafnaði metin fyrir Holland skömmu eftir leikhlé og urðu lokatölurnar 2-2.

Þýskaland og Holland deila toppsæti riðilsins með fjögur stig eftir tvær umferðir. Bosnía og Ungverjaland eiga bæði eitt stig eftir jafntefli innbyrðis í kvöld, þar sem hvorugu liði tókst að skora þrátt fyrir yfirburði Ungverja.

Í B-deildinni vann Tékkland góðan sigur á Úkraínu þar sem Pavel Sulc setti tvennu og gerði Tomas Soucek, miðjumaður West Ham, það sem reyndist sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Giorgi Kochorashvili gerði þá eina mark leiksins er Georgía lagði Albaníu að velli í toppslag riðilsins. Albanía situr því eftir með þrjú stig ásamt Tékklandi, en Úkraína vermir botnsætið án stiga.

Hungary 0 - 0 Bosnia Herzegovina

Netherlands 2 - 2 Germany
1-0 Tijani Reijnders ('2 )
1-1 Deniz Undav ('38 )
1-2 Joshua Kimmich ('45 )
2-2 Denzel Dumfries ('50 )

England 2 - 0 Finland
1-0 Harry Kane ('57 )
2-0 Harry Kane ('76 )

Ireland 0 - 2 Greece
0-1 Fotis Ioannidis ('50 )
0-2 Christos Tzolis ('87 )

Albania 0 - 1 Georgia
0-1 Giorgi Kochorashvili ('71 )

Czech Republic 3 - 2 Ukraine
1-0 Pavel Sulc ('21 )
1-1 Vladyslav Vanat ('37 )
2-1 Pavel Sulc ('45 )
3-1 Tomas Soucek ('80 , víti)
3-2 Georgiy Sudakov ('84 )

Andorra 0 - 1 Malta
0-1 Ryan Camenzuli ('45 )

Latvia 1 - 0 Faroe Islandes
1-0 Renars Varslavans ('64 )

North Macedonia 2 - 0 Armenia
1-0 Enis Bardhi ('70 )
2-0 Bojan Miovski ('79 )
Rautt spjald: Gjoko Zajkov, North Macedonia ('45)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner