Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Adam og Ægir úr leik í danska bikarnum
Ægir Jarl
Ægir Jarl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ingi Benediktsson og Ægir Jarl Jónasson voru í byrjunarliði AB Kaupmannahafnar þegar liðið fékk B 93 í heimsókn í danska bikarnum í gær.

AB leikur í C deild en B 93 í B deild. Leiknum lauk með jafntefli en B 93 hafði betur í vítaspyrnukeppni 4-3. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari AB, tók Ægi Jarl af velli á 73. mínútu.

Þetta var næst síðasti leikurinn í 2. umferð bikarsins en Breki Baldursson og félagar í Esbjerg heimsækja Vejgaard í síðasta leiknum í dag.

AB er í 3. sæti deildarinnar með 12 stig eftir sex umferðir. Liðið er aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Thisted. Næsti leikur liðsins er úti gegn Roskilde á föstudaginn.
Athugasemdir