Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 20:15
Brynjar Ingi Erluson
Al Ittihad kaupir serbneskan landsliðsmann (Staðfest)
Mynd: Al Ittihad
Sádi-arabíska félagið Al Ittihad, sem er í eigu PIF (ríkissjóðs Sádi-Arabíu), hefur nælt í serbneska miðvörðinn Jan-Carlo Simic frá Anderlecht í Belgíu.

Þessi tvítugi varnarmaður spilaði með ungingaliðum Stuttgart og AC Milan, en hann þreytti frumraun sína með aðalliði ítalska félagsins fyrir tveimur árum.

Hann lék sex leiki og skoraði eitt mark á því tímabili áður en hann var seldur til Anderlecht fyrir þrjár milljónir evra.

Þar hefur hann verið að gera góða hluti og unnið sér sæti í serbneska landsliðinu, en ferill hans hefur tekið óvænta stefnu því hann er nú mættur til Al Ittihad í Sádi-Arabíu.

Al Ittihad greiðir 21 milljón evra fyrir Simic, en 20 prósent af kaupverðinu fer til Milan. Samningurinn er til fjögurra ára.

Þetta er þriðji leikmaðurinn sem Al Ittihad sækir utan Sádi-Arabíu á eftir þeim Roger Fernandes og Mahamadou Doumbia.




Athugasemdir
banner
banner