Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, er ekki hrifinn af því sem er í gangi hjá Manchester United. Arnar er stuðningsmaður United en segist ekki nenna að horfa á liðið lengur.
Það hefur gengið erfiðlega hjá United síðustu árin og ekki hefur árangurinn verið góður hjá Rúben Amorim, núverandi stjóra United, sem er staðfastur á að spila með 3-4-2-1 kerfi.
Það hefur gengið erfiðlega hjá United síðustu árin og ekki hefur árangurinn verið góður hjá Rúben Amorim, núverandi stjóra United, sem er staðfastur á að spila með 3-4-2-1 kerfi.
„Hann spilar bara eitt kerfi og það er óþolandi," sagði Arnar í hlaðvarpinu Chess After Dark um Amorim.
„Þú ert einhvern veginn búinn að máta þig strax í upphafi. Alltaf þegar ég heyri einhvern þjálfara tala um að hann ætli bara að vera 'svona' - hvað er að því að vera sveigjanlegur? Að vera góður í öllu? Ég er eiginlega hættur að fylgjast með United."
„Þegar við vorum upp á okkar besta þá brann ég fyrir liðinu. Við mættum alltaf á Players félagarnir og það var svo gaman. Sálin er farin úr félaginu. Ungir leikmenn hættir að koma fram á sjónarsviðið og hundleiðinlegur fótbolti. Alveg hræðilegt."
Arnar tók við landsliðinu í byrjun árs og er að gera skemmtilega hluti með liðið; síðasti gluggi var mjög jákvæður.
Athugasemdir