Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   mið 10. september 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona spilar ekki strax á endurbyggðum Camp Nou
Mynd: Barcelona
Barcelona vonaðist til að geta byrjað að spila á endurbyggðum Camp Nou gegn Valencia þann 14. september en félagið hefur staðfest að það gangi ekki eftir.

Leikurinn mun fara fram á Estadi Johan Cruyff sem er heimavöllur varaliðsins og kvennaliðs félagsins.

Í yfirlýsingu frá félaginu segir að það sé verið að vinna hörðum höndum að því að fá nauðsynleg leyfi fyrir opnun Camp Nou á næstu vikum.

Endurbyggður Camp Nou tekur um 105 þúsund manns í sæti.
Athugasemdir
banner