Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 19:57
Brynjar Ingi Erluson
Breki Baldurs áfram í danska bikarnum
Breki Baldurs byrjaði hjá Esbjerg
Breki Baldurs byrjaði hjá Esbjerg
Mynd: Esbjerg
Framarinn Breki Baldursson komst áfram í danska bikarnum með Esbjerg er liðið vann nauman 2-1 sigur á Vejgaard í 2. umferðinni í dag.

Breki fékk tækifærið með Esbjerg og spilaði allan fyrri hálfleikinn.

Óveður setti sinn svip á leikinn og þurftu leikmenn að ganga til búningsherbergja í fyrri hálfleiknum. Þeir þurftu að hanga þar í tæpan klukkutíma áður en leikurinn fór aftur af stað.

Breki var tekinn af velli í hálfleik í stöðunni 1-0 áður en Vejgaard, sem leikur í D-deildinni, jafnaði óvænt metin.

Rétt eftir jöfnunarmarkið kom Benedikt Tristan Axelsson inn á hjá Vejgaard. Hann er uppalinn ÍR-ingur sem spilaði 4 leiki með U19 ára landsliði Íslands.

Hann samdi við Álaborg árið 2019 en fór frá félaginu til Vejgaard á síðasta ári.

Fimm mínútum fyrir leikslok náði Esbjerg að troða inn sigurmarki eftir mikinn darraðardans í teignum og þar við sat. Esbjerg er komið áfram í 3. umferðina og mætir þar Ringsted IF.
Athugasemdir
banner
banner