Enski miðjumaðurinn Josh Brownhill var kynntur hjá sádi-arabíska félaginu Al Shabab í kvöld, en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu.
Miðjumaðurinn hjálpaði Burnley að komast upp í ensku úrvalsdeildina í vor, en á sama tíma var samningur hans að renna út.
Félagið fór í viðræður við Brownhill um nýjan samning, en samningar náðust ekki og fór því svo að hann yfirgaf félagið.
Brownhill, sem er 28 ára gamall, eyddi fimm árum hjá Burnley eftir að hafa áður spilað með Bristol City og Preston.
Hann hefur ákveðið að halda á vit ævintýranna í Sádi-Arabíu, en í kvöld var hann kynntur hjá Al Shabab. Samningurinn er til tveggja ára.
Englendingurinn hefur spilað með tveimur Íslendingum á ferli sínum, en hann lék með Herði Björgvini Magnússyni hjá Bristol og síðar með Jóhanni Berg Guðmundssyni hjá Burnley.
?? ??? ??? ????? ????????????????????????????
— ???? ?????? ??????? (@AlShababSaudiFC) September 10, 2025
??? ?????? ????????? ????????
"??? ????????" ?? #?????? ????#???_???? | #????????_????? pic.twitter.com/UffTTxmn3s
Athugasemdir