Daði Berg Jónsson er kominn aftur út á fótboltavöllinn en hann reimaði á sig markaskóna fyrir 2. flokk Víkings í gær.
Daði var frábær á láni hjá Vestra fyrri hluta tímabilsins en Víkingur ákvað að kalla hann til baka í júlí. Hann hefur hins vegar ekkert getað spilað vegna meiðsla.
Daði var frábær á láni hjá Vestra fyrri hluta tímabilsins en Víkingur ákvað að kalla hann til baka í júlí. Hann hefur hins vegar ekkert getað spilað vegna meiðsla.
Hann sagði í samtali við Fótbolta.net á dögunum að hann væri jafnvel hræddur um að hann yrði frá út tímabilið, en Daði fór jafnframt til Danmerkur um síðastliðna helgi til sérhæfðs læknis vegna meiðslanna.
Daði spilaði hins vegar 83 mínútur með 2. flokki í 2-2 jafntefli gegn sameiginlegu liði íA/Kára/Skallagrím/Víking Ó. Virkilega góðar fréttir fyrir Víking og Daða sem skoraði sjö mörk í 14 leikjum fyrir Vestra.
Jújú, þessi leikur er bara settur á í kvöld. ÍA með þrjá stráka að spila með U19 í Slóveníu. Þetta er síðasta lotan í 2.flokki. Ansi illa gert fyrir annan flokk ÍA. pic.twitter.com/9dqCwPSN93
— simon geir (@geir_simon) September 9, 2025
Athugasemdir