Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Erfiðara þegar það eru 14 á vellinum gegn ellefu"
Úr leik hjá Brasilíu.
Úr leik hjá Brasilíu.
Mynd: EPA
Brasilía verður á meðal þátttökuþjóða á HM á næsta ári en liðið endaði samt sem áður undankeppnina á tapi gegn Bólivíu síðastliðna nótt.

Það er óhætt að segja að forseti brasilíska fótboltasambandsins hafi ekki verið sáttur með það hvernig leikurinn fór fram.

„Það sem gerðist hér í dag var sorglegt. Við komum hingað til að spila fótbolta en það var allt annað í gangi," sagði Samir Xaud, forseti brasilíska sambandsins, eftir leikinn.

„Við vorum að spila 4000 metra yfir sjávarmáli en við spiluðum líka gegn dómurunum, lögreglunni og boltastrákunum. Þetta var algjör óreiða."

„Það er erfitt að spila við svona aðstæður, í svona mikilli hæð, en það er erfiðara þegar það eru 14 á vellinum gegn ellefu."

Bólivía skoraði sigurmark sitt úr umdeildri vítaspyrnu og undir lok leiksins hentu boltastrákarnir boltum inn á völlinn til að trufla leikinn. Brasilíska liðið var svo ósátt við móttökurnar frá lögreglunni í Bólivíu.
Athugasemdir
banner