Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 19:26
Brynjar Ingi Erluson
Eriksen til Wolfsburg (Staðfest)
Mynd: Wolfsburg
Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen skrifaði í dag undir tveggja ára samning við þýska félagið Wolfsburg.

Eriksen yfirgaf Manchester United í sumar þegar samningur hans rann út.

Hann var með nokkur járn í eldinum, þar á meðal kom áhugi frá Englandi, Íran og Skotlandi, en Wolfsburg varð fyrir valinu.

Í dag gekkst hann undir læknisskoðun og að henni lokinni skrifaði hann undir tveggja ára samning við Wolfsburg.

Eriksen, sem er 33 ára gamall, mun klæðast treyju númer 24 hjá þýska liðinu og er kominn með leikheimild fyrir leik liðsins gegn Ísaki Bergmann Jóhannessyni og félögum í Köln er liðin eigast við um helgina.


Athugasemdir
banner