Fenerbahce er búið að finna eftirmann Jose Mourinho sem var rekinn frá félaginu í síðasta mánuði eftir að tyrkneska liðinu mistókst að komast í Meistaradeildina.
Domenico Tedesco hefur verið ráðinn stjóri liðsins, hann skrifar undir tveggja ára samning.
Tedesco er 39 ára gamall ítalskur Þjóðverji en hann hefur verið atvinnulaus frá því hann var rekinn úr starfi sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann hefur einnig stýrt Schalke, Spartak Moskvu og Leipzig.
Ange Postecoglou kom einnig til greina sem næsti stjóri Fenerbahce en hann tók við Nottingham Forest af Nuno Espirito Santo sem var látinn taka pokann sinn á mánudaginn.
Athugasemdir