Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 10:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkar bauluðu á eigin leikmann - „,Þetta er óásættanlegt"
Icelandair
Adrien Rabiot.
Adrien Rabiot.
Mynd: EPA
Það var athyglisvert að heyra Frakka baula á eigin leikmann í leiknum gegn Íslandi í undankeppni HM í gær. Adrien Rabiot kom inn á í síðari hálfleik og fékk ekki góðar móttökur frá stuðningsmönnum Frakklands í París.

Það var baulað á Rabiot í hvert sinn sem hann fékk boltann en hann er ekki vinsæll í París. Leikið var á Parc des Princes, heimavelli Paris Saint-Germain, en Rabiot steig sín fystu skref í meistaraflokki með PSG. Hann yfirgaf félagið í fússi 2019 og gekk svo síðar meir í raðir erkifjendana í Marseille.

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, var ekki ánægður með stuðningsmennina sem bauluðu hástöfum á Rabiot.

„Þetta er óásættanlegt," sagði Deschamps. „Hann er franskur leikmaður sem klæðist landsliðstreyjunni. Það á ekki að skipta neinu máli hvað hann gerir í félagsliðafótbolta."

„Enginn leikmaður á að þurfa að upplifa þetta," sagði landsliðsþjálfarinn.
Athugasemdir
banner