Ben White, leikmaður Arsenal, lofsamar sænska framherjann Viktor Gyökeres í viðtali við heimasíðu félagsins.
Gyökeres er með tvö mörk í þremur leikjum sem hann hefur spilað með Arsenal frá því hann kom frá Sporting í sumar.
Framherjinn raðaði inn hjá Sporting, en það er þó að taka hann aðeins meiri tíma að aðlagast ensku úrvalsdeildinni.
Bæði mörk hans komu gegn nýliðum Leeds, en hann var ekki alveg upp á sitt besta í stóru leikjunum gegn Liverpool og Manchester United.
White hefur engar áhyggjur af Gyökeres og telur að það verði auðvelt fyrir hann að aðlagast eftir að hafa spilað áður á Englandi með Brighton, Coventry og Swansea.
Þeir voru liðsfélagar hjá Brighton og spiluðu saman í fjögur ár, bæði með aðalliðinu og U21.
„Hann er skrímsli! Hann lifir fyrir mörk og er alltaf ógnandi, er það ekki?“ sagði Ben White við heimasíðu Arsenal um sænska liðsfélaga sinn.
„Þú vilt ekkert verða í vegi fyrir honum þegar við erum að spila saman því hann mun bara færa þig hvort eð er.“
„Hann er með svo svakalega nærveru og ég held að það muni hjálpa honum mikið að hafa verið áður í enska boltanum, Maður sér marga leikmenn koma í ensku úrvalsdeildina, leikmm sem hafa aldrei verið hér áður og það getur gert þeim erfitt fyrir.“
„En Viktor er vanur þessu. Hann spilaði með Coventry og ég spilaði ófáa leikina með honum hjá Brighton. Þannig hann hefur verið hérna og veit hvernig þetta verður og við hverju er að búast frá varnarmönnunum.“
„Ég get ekki sagt eitt slæmt orð um hann. Hann er einn faglegasti fótboltamaður sem ég hef séð á ævi minni ásamt Martin Ödegaard,“ sagði White.
Athugasemdir