Spænski miðjumaðurinn Asier Illaramendi hefur skrifað undir samning við Kitchee í Hong Kong.
Þjálfari liðsins er landi Illaramendi, Ínigo Calderón, en hann fagnar komu miðjumannsins reynslumikla.
Þjálfari liðsins er landi Illaramendi, Ínigo Calderón, en hann fagnar komu miðjumannsins reynslumikla.
„Hann mun hjálpa liðinu á svo marga vegu," segir Calderon.
Illaramendi var fyrr á þessu ári í viðræðum um að ganga í raðir KA hér á Íslandi og var hann nálægt því að skrifa þar undir. Það varð hins vegar ekkert úr því á endanum.
Illaramendi er 35 ára miðjumaður og lék þrjá landsleiki fyrir Spán 2017 eftir að hafa leikið fyrir öll yngri landslið þjóðarinnar. Real Madrid keypti hann fyrir 32,2 milljónir evra 2013. Hann á Meistaradeildartitil á ferilskrá sinni.
Hann talaði um það fyrr á þessu ári að hann langaði að ljúka ferlinum á framandi stað og Hong Kong fellur svo sannarlega undir það.
Athugasemdir