Sænski framherjinn Alexander Isak tók sína fyrstu æfingu með Englandsmeisturum Liverpool í dag.
Isak gekk í raðir Liverpool fyrir metfé frá Newcastle á síðustu klukkutímum gluggans.
Hann skrifaði undir sex ára samning og fór síðan með næstu flugvél til Svíþjóðar í landsliðsverkefni.
Framherjinn sneri aftur til Liverpool í gærkvöldi og mætti síðan á sína fyrstu æfingu í dag.
Hann spilaði rúmar tuttugu mínútur með Svíum í verkefninu eftir að hafa ekkert spilað í marga mánuði. Það er því ágætis möguleiki á að hann verði á bekknum þegar Liverpool heimsækir Burnley á sunnudag.
Athugasemdir