Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 10:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kornið sem fyllti mælinn
Nuno Espirito Santo.
Nuno Espirito Santo.
Mynd: EPA
Nuno Espirito Santo er án efa einn besti stjóri í sögu Nottingham Forest. Hann náði mögnuðum árangri með liðið á síðasta tímabili og var ekki langt frá því að koma Forest í Meistaradeildina. Á endanum þurfti liðið að sætta sig við Evrópudeildina.

En núna er Nuno farinn. Samband hans við hinn skrautlega eiganda félagsins, Evangelos Marinakis, varð súrt og þá var ekki aftur snúið. Nuno fílaði ekki Edu Gaspar, sem hafði verið ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, og fór ekki leynt með það í fjölmiðlum.

Marinakis var ekki sáttur við það hversu mikið Nuno talaði um samband þeirra í fjölmiðlum en samkvæmt TalkSPORT var kornið sem fyllti mælinn leikstjórn hans í 3-0 tapi gegn West Ham fyrir landsleikjahlé.

Forest hafði fengið nokkra nýja leikmenn fyrir leikinn en einn þeirra, Douglas Luiz, kom ekkert við sögu. Omari Hutchinson, sem hafði verið keyptur á mikinn pening, spilaði þá afar lítið í leiknum.

„Marinakis ákvað það þá að láta Nuno fara," segir í grein TalkSPORT.

Ange Postecoglou hefur verið ráðinn stjóri Nottingham Forest og mun stýra liðinu um næstu helgi.
Athugasemdir
banner