Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laporte staddur í Bilbao en fær hann félagaskipti?
Aymeric Laporte.
Aymeric Laporte.
Mynd: EPA
Miðvörðurinn Aymeric Laporte samþykkti að ganga í raðir Athletic Bilbao á gluggadeginum um síðustu mánaðarmót. Skiptin fóru hins vegar ekki í gegn þar sem pappírarnir skiluðu sér seint.

Laporte er 31 árs gamall miðvörður en hann er uppalinn hjá Bilbao. Hann gekk til liðs við Manchester City árið 2018 en hélt til Al-Nassr í Sádi-Arabíu árið 2023.

Laporte og Bilbao eru enn að berjast fyrir því að skiptin gangi í gegn.

Leikmaðurinn er staddur í Bilbao en félagið hefur áfrýjað málinu til FIFA, Alþjóðafótboltasambandsins.

Búist er við því að úrskurður komi í þessari viku en Bilbao ætlar að taka málið lengra ef það kemur neikvætt svar.
Athugasemdir
banner