City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   mið 10. september 2025 12:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marmoush fór af velli á hækjum og ekki með gegn Man Utd
Erling Haaland og Omar Marmoush.
Erling Haaland og Omar Marmoush.
Mynd: EPA
Omar Marmoush verður ekki með Manchester City gegn Manchester United um næstu helgi.

Marmoush varð fyrir hnémeiðslum í leik með Egyptalandi í gær. Óvíst er hversu slæm meiðslin eru en hann virtist sárþjáður þegar hann meiddist í upphafi leiks.

Marmoush yfirgaf svo völlinn á hækjum.

City hefur gefið út tilkynningu að Marmoush verði ekki með gegn United en það eigi eftir að koma betur í ljós hversu nákvæmlega lengi hann verður frá.

Marmoush hefur byrjað tvo af fyrstu þremur leikjum City í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir