Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Onana flýgur til Tyrklands á morgun
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kamerúnski markvörðurinn André Onana ferðast til Tyrklands á morgun til að ganga frá lánssamningi við Trabzonspor frá Manchester United.

Trabzonspor og Man Utd náðu samkomulagi um Onana á dögunum og samþykki markvörðurinn að fara til Tyrklands á láni út leiktíðina.

Hann var í miðju landsliðsverkefni með Kamerún, en mun ganga frá sínum málum á morgun.

Fabrizio Romano segir leikmanninn á leið í flug til Tyrklands þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir lánssamninginn.

Ekkert kaupákvæði er í samningnum og mun hann því að öllu óbreyttu snúa aftur til United næsta sumar.

Onana er 29 ára gamall og kom til United frá Inter fyrir tveimur árum, en engan veginn staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Hann missti sæti sitt í byrjunarliði United fyrir þessa leiktíð. Altay Bayindir hefur staðið á milli stanganna og þá keypti félagið belgíska markvörðinn Senne Lammens frá Antwerp undir lok gluggans.
Athugasemdir
banner