Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 12:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri í löngu viðtali hjá FCK - Ætlar að snúa aftur einhvern tímann
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson er dáður og dýrkaður í Kaupmannahöfn eftir að hafa komið upp í gegnum unglingalið FC Kaupmannahafnar og spilað svo vel með aðalliðinu. Hann var í fyrra seldur til Real Sociedad á Spáni fyrir um 20 milljónir evra en salan á honum er sú stærsta í sögu danska félagsins.

FC Kaupmannahöfn birti í gær langt viðtal á heimasíðu sinni við Orra þar sem hann talar um það hversu miklu máli félagið skiptir hann. Orri fór frá Gróttu til FCK þegar hann var aðeins 16 ára gamall.

„Planið hjá mér er að koma aftur hingað á einhverjum tímapunkti," segir Orri.

„Kannski lít ég út fyrir að vera fullorðnari en ég er enn sami hálfviti og ég var," segir landsliðsfyrirliðinn og hlær. „Ég er enn sami Orri og ég var áður en ég fór til Sociedad en kröfurnar eru meiri frá íslenska landsliðinu og kærustunni minni."

„Ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni," sagði Orri jafnframt.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hérna en það er á dönsku.
Athugasemdir
banner