Spænski miðjumaðurinn Pedri á flottasta mark mánaðarins í La Liga á Spáni.
Pedri reif sína menn í Barcelona í gang eftir að hafa óvænt lent 2-0 undir gegn Levante.
Hann skoraði stórkostlegt mark snemma í síðari hálfleik. Þrumufleygur efst upp í hægra hornið og var það upphafið á endurkomunni.
Undir lok leiks skoruðu Börsungar tvö til viðbótar til að tryggja annan sigurinn á tímabilinu.
Markið hans Pedri má sjá hér fyrir neðan.
LaLiga’s best goal of August. It had to be this one. ????#LaLigaHighlights pic.twitter.com/PfkBgFtfi8
— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 10, 2025
Athugasemdir