City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   mið 10. september 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Postecoglou ræður gamla félaga til starfa
Mile Jedinak.
Mile Jedinak.
Mynd: EPA
Ange Postecoglou, nýr stjóri Nottingham Forest, hefur ráðið gamla félaga í þjálfarateymi sitt.

Postecoglou var í gær ráðinn stjóri Forest eftir að Nuno Espirito Santo var rekinn.

Mile Jedinak, Nick Montgomery, Sergio Raimundo og Rob Burch hafa allir verið ráðnir til starfa í þjálfarateymi Postecoglou en þeir störfuðu allir með honum hjá Tottenham.

Jedinak, Montgomery og Raimundo koma allir inn sem aðstoðarþjálfarar fyrir Postecoglou. Jedinak er líklega þekktasta nafnið en hann er fyrrum landsliðsfyrirliði Ástralíu.

Burch verður þá markvarðarþjálfari en Forest býður þá alla velkomna í tilkynningu.
Athugasemdir
banner
banner