Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Upp með Burnley en fer núna til Sádi-Arabíu
Brownhill hér í leik með Burnley.
Brownhill hér í leik með Burnley.
Mynd: EPA
Josh Brownhill var algjör lykilmaður í því að Burnley komst upp í ensku úrvalsdeildina fyrir þetta tímabil.

Samningur hans rann hins vegar út í sumar og ákvað hann ekki að endurnýja.

Brownhill var með fyrirliðabandið hjá Burnley og félagið hafði vonast til að halda honum í ensku úrvalsdeildinni en það gekk ekki eftir.

Hann er núna að semja við nýtt félag en Fabrizio Romano segir frá því að Brownhill sé að semja við Al Shabab í Sádi-Arabíu. Hann er búinn í læknisskoðun þar.

Brownhill mun fá ágætlega borgað í Sádi-Arabíu en hann á meira en 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Burnley.
Athugasemdir
banner