Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 18:06
Brynjar Ingi Erluson
Vardy hafnaði mörgum félögum - „Horfði mikið á Del Piero“
Mynd: Cremonese
Enski sóknarmaðurinn Jamie Vardy segist hafa hafnað mörgum félögum áður en hann gekk í raðir Cremonese á Ítalíu.

Vardy yfirgaf Leicester í sumar sem goðsögn eftir að hafa spilað 500 leiki og skorað 200 mörk.

Hann varð Englands- og bikarmeistari á tíma sínum hjá félaginu, en fannst vera rétti tíminn til þess að róa á önnur mið.

„Ég vil ekki nefna félögin sem ég hafnaði, en ég og fjölskyldan tókum þessa ákvörðun og er ég í skýjunum með hana,“ sagði Vardy.

„Það voru margt sem ég tók til greina þegar þetta var rætt og aðalþátturinn var fjölskyldan. Sem betur fer var það tæknin sem hjálpaði okkur. Ég talaði við þjálfarann í myndsímtali í svona 45-60 mínútur og tókst honum að smita mig með ástríðu sinni.“

„Ég er að vinna í því að koma mér í gang og verð til staðar þegar þjálfarinn mun þurfa á mér að halda. Þegar ég hugsa um Ítalíu og átrúnaðargoð kemur Del Piero upp í hugann. Ég horfði mikið á hann sem barn,“
sagði Vardy.
Athugasemdir
banner