Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. október 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faðir Calvert-Lewin: Hann stendur alltaf upp
Sjóðandi heitur.
Sjóðandi heitur.
Mynd: Getty Images
Dominic Calvert-Lewin hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins með Everton.

Ekki nóg með það, því hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir England á dögunum.

Calvert-Lewin er 23 ára gamall og er fyrst núna að brjótast fram sem öflugur markaskorari. Það hafa eflaust margir afskrifað hann, en hann er núna að þakka þeim traustið sem hafa gefið honum það.

Eftir að hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir England gegn Wales á dögunum, skrifaði faðir hans hjartnæma færslu á Facebook.

„Ég man að hann komst ekki í hóp hjá U16 landsliðinu fyrir Victory Shield mótið, ákveðnum þjálfurum og stjórum fannst hann ekki nægilega góður. Ég man eftir því að hafa tekið sex ára gamlan strák grátandi heim þegar hann fór fyrst á reynslu, hann var of feiminn til að spila," segir Karlda Lewin.

„Þegar hann er sleginn niður, þá stendur hann alltaf aftur upp. Það er hvort sem er ekki í boði að liggja niðri hér á bæ."

„Travis Binnion, David Unsworth, Ronald Koeman, Duncan Ferguson, Carlo Ancelotti - takk fyrir að trúa á hann þegar aðrir gerðu það ekki."

„Til hamingju sonur. Ég elska þig og er meira en stoltur af þér," skrifaði hann jafnframt.

Calvert-Lewin og félagar hans í enska landsliðinu mæta Belgíu í Þjóðadeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner