Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U23 ára landsliðs kvenna, hefur kallað inn markvörðinn Sigurborgu Kötlu Sveinbjörnsdóttur inn í hópinn fyrir vináttuleikina gegn Finnlandi.
Sigurborg Katla, sem er fædd árið 2006, var ekki í upphaflega hópnum en kom inn eftir að Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, dró sig úr hópnum.
Í sumar spilaði Katla tólf leiki með Víkingi R í Bestu deildinni.
Hún var í markinu er Víkingur vann Mjólkurbikarinn og Lengjudeildina á síðasta ári.
Katla á 20 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og getur haldið áfram að bæta við leikjum í lok mánaðar. Ísland mætir Finnlandi í tveimur leikjum sem fara fram 24. og 27. október, en þeir eru báðir spilaðir ytra.
Athugasemdir