Ragnar Klavan hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann ætlar sér núna að berjast um að verða formaður fótboltasambandsins í Eistlandi.
Klavan, sem er 39 ára, spilaði síðast með JK Tallinna Kalev í heimalandi sínu en þar áður spilaði hann með fjölda félaga.
Hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en hann spilaði þar frá 2016 til 2018.
Klavan, sem spilaði í hjarta varnarinnar, lék 130 landsleiki fyrir Eistland og skoraði þrjú mörk.
Klavan ætlar að bjóða sig fram sem formaður eistneska fótboltasambandsins á næsta ári og er hann með það markmið að koma fótboltanum á næsta stig í landinu.
Aivar Pohlaku hefur verið formaður eistneska sambandsins síðan 2007 en Klavan ætlar að berjast við hann um þennan stól.
Athugasemdir