Búið er að draga fyrir fyrstu umferð undankeppninnar fyrir EM 2027 í bæði U19 og U17 karla. Lokakeppni U19 fer fram í Tékklandi og lokakeppni U17 fer fram í Lettlandi.
U17 ára lið Íslands verður í riðli með Grikklandi, Bosníu og Hersegóvínu og Gíbraltar. Riðillinn verðu spilaður næsta haust í Bosníu og Hersegóvínu. Þau lið sem enda í efstu tveimur sætunum komast í A-deild undankeppninnar fyrir seinni umferðina og eiga því möguleika á því að komast í lokakeppnina.
U17 ára lið Íslands verður í riðli með Grikklandi, Bosníu og Hersegóvínu og Gíbraltar. Riðillinn verðu spilaður næsta haust í Bosníu og Hersegóvínu. Þau lið sem enda í efstu tveimur sætunum komast í A-deild undankeppninnar fyrir seinni umferðina og eiga því möguleika á því að komast í lokakeppnina.
Í U19 verða þrjár umferðir í undankeppninni. Ísland byrjar í B-deild og mætir Georgíu og Svartfjallalandi í lok mars á næsta ári. Riðillinn verður spilaður í Georgíu og fer sigurliðið upp í A-deildina fyrir umferð tvö í undankeppninni.
Önnur umferðin fer fram haustið 2026 og þriðja umferðin vorið 2027.
Athugasemdir




