Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. janúar 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Hvetur Rice til að velja Arsenal fram yfir Chelsea
Declan Rice
Declan Rice
Mynd: EPA
Declan Rice, miðjumaður West Ham, þarf að skoða sín mál vandlega í sumar en þetta segir fyrrum fótboltamaðurinn Emmanuel Petit við Compare Bet.

Enski leikmaðurinn er búinn að skapa sér nafn í úrvalsdeildinni en hann hefur verið með bestu leikmönnum West Ham síðustu ár og er þá fastamaður í enska landsliðinu.

Það er svo gott sem öruggt að hann fari í stærra lið í sumar en Arsenal og Chelsea eru bæði í baráttunni um hann.

Petit, sem spilaði fyrir bæði lið, segir valið fremur augljóst.

„Hann er leiðtogi. stríðsmaður og vill vinna hvern einasta leik og er með þessa þrá. Hann á frábæra framtíð fyrir sér og er þegar kominn með svakalega reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hann verður hins vegar að vanda val sitt þegar það kemur að næsta áfangastað.“

„Ég veit að Chelsea vill fá hann en ef ég væri Declan Rice þá myndi ég ekki fara þangað. Ég færi til Arsenal. Þetta eru tvö félög sem eru á leið í sitt hvora áttina svona miðað við hvernig Arsenal er að spila. Ef ég væri orðaður við Arsenal og Chelsea þá myndi ég velja Arsenal því fyrsta sem ég horfi á er auðkenni liðsins og þú getur séð að það er frekar skýrt miðað við það sem Arteta er að gera. Hann er með nákvæma hugmynd um það sem liðið er að gera og þeir eru allir að spila fyrir hann, en það er ekki raunin með Chelsea í augnablikinu,“
sagði Petit.
Athugasemdir
banner
banner