Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 11. janúar 2024 15:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spilar Thomas Mikkelsen á Íslandi í sumar?
Thomas Mikkelsen.
Thomas Mikkelsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Möguleiki er á því að danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen spili á Íslandi næsta sumar.

Frá þessu var fyrst sagt í hlaðvarpinu Gula Spjaldið.

„Maður heyrir að hann vill koma aftur til Íslands og það er búið að hlera nokkur félög. Það sem ég heyri er að FH sé í viðræðum við hann og mögulega fleiri félög," sagði Albert Brynjar Ingason í þættinum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá hefur umboðsmaður Mikkelsen verið í sambandi við félög á Íslandi.

Mikkelsen, sem er 33 ára gamall, spilaði með Breiðabliki frá 2018 til 2021 og var á þeim tíma einn besti sóknarmaður Bestu deildarinnar. Hann hefur sannað það að hann getur svo sannarlega skorað mörk í deildinni hér heima.

Mikkelsen er núna á mála hjá Kolding í dönsku B-deildinni en hann hefur skorað sjö mörk í 18 deildarleikjum þar á tímabilinu. Samningur hans við félagið rennur út í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner