Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 11:31
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Gísli Gotti jákvæður þrátt fyrir skell - „Tíminn líður svo fljótt í fótbolta“
Gísli Gottskálk í leik með U21 landsliðinu.
Gísli Gottskálk í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Greint var frá því um helgina að miðjumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson yrði frá í 4-5 mánuði eftir að hafa farið úr axlarlið á æfingu.

„Myndatökurnar komu ekki nægilega vel út þannig að ég þarf að fara í aðgerð. Þetta er hrikaleg tímasetning en það þarf bara að tækla þetta eins og allt annað," sagði Gísli, sem gekk í raðir pólska liðsins Lech Poznan í janúar, við Fótbolta.net.

Í viðtali við Val Pál Eiríksson í fréttum Stöðvar 2 ræddi Gísli nánar um þetta áfall en tímabili hans er væntanlega lokið. Þetta er í annað sinn sem hann fer úr axlarlið.

„Ég man ég kallaði um leið að ég hafi farið úr axlarlið, því ég mundi hvernig tilfinningin var og heyrði hljóðið. Þetta var frekar sársaukafullt en ég lærði af fyrri reynslunni að það er gott að koma þér aftur í liðinn sem fyrst. Ég lá þarna í einhverjum sársauka öskrandi á menn að koma mér í liðinn sem fyrst," segir Gísli sem varð fyrir talsveðrum liðbandaskaða og fer í aðgerð í dag.

Arnar Gunnlaugsson opinberar á morgun sinn fyrsta landsliðshóp og var rætt um möguleika á því að Gísli yrði í honum.

„Maður reynir bara að hlæja að þessu, af því að þetta er þannig leiðinleg tímasetning. Við erum á toppnum í deildinni hérna úti og ég er búinn að koma sterkt inn og spila meira en ég bjóst við. Svo er landsleikjapása og hvort sem það hefði orðið A-landsliðið eða U21, þetta er alveg leiðinleg tímasetning. Ég get ekki logið því. Það þýðir ekkert pæla of mikið í þessu eða að draga sig niður. Tíminn líður svo fljótt í fótbolta að áður en þú veist af verð ég kominn aftur á völlinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner