Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 11. apríl 2021 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Gríðarlega spennandi titilbarátta
Yannick Ferreira-Carrasco gerði mark Atletico í leiknum.
Yannick Ferreira-Carrasco gerði mark Atletico í leiknum.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid endurheimti toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld en pressan er mikil.

Atletico heimsótti Real Betis og komst yfir eftir fimm mínútur þegar Belginn Yannick Ferreira-Carrasco skoraði. Cristian Tello, fyrrum leikmaður Barcelona, jafnaði metin á 20. mínútu.

Þetta var frekar jafn leikur og endaði hann með jafntefli. Real Madrid komst á toppinn í gær með sigri á Barcelona en Atletico er með einu stigi meira en Real. Barcelona kemur svo í þriðja sæti, tveimur stigum frá toppnum. Baráttan er gríðarlega hörð um titilinn þegar átta umferðir eru eftir.

Atletico var með gott forskot fyrir nokkrum vikum en það hefur hægst á lærisveinum Diego Simeone, á meðan Barcelona og Real Madrid hafa sótt í sig veðrið. Það er í raun ómögulegt að segja til um hvaða lið verður meistari.

Betis er í sjötta sæti með jafnmörg stig og Real Sociedad, sem gerði jafntefli við Valencia í dag.

Granada og Osasuna unnu flotta útisigra en öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Betis 1 - 1 Atletico Madrid
0-1 Yannick Ferreira-Carrasco ('5 )
1-1 Cristian Tello ('20 )

Valencia 2 - 2 Real Sociedad
0-0 Carlos Soler ('30 , Misnotað víti)
0-1 Ander Guevara ('33 )
0-2 Aleksander Isak ('45 )
1-2 Daniel Wass ('60 , víti)
2-2 Gabriel Paulista ('73 )
Rautt spjald: Maxi Gomez, Valencia ('79)

Valladolid 1 - 2 Granada CF
1-0 Fabian Orellana ('42 , víti)
1-1 Jorge Molina ('78 )
1-2 Quini ('86 )

Villarreal 1 - 2 Osasuna
0-1 Jon Moncayola ('64 )
1-1 David Garcia ('70 , sjálfsmark)
1-2 Ante Budimir ('74 )
Athugasemdir
banner
banner
banner